Dagur keypti velvild gjaldţrota RÚV

Skýringin á vanţóknun Dags Eggertssonar borgarstjóra, nú formanns borgarráđs, á frétt Maríu Sigrúnar um gjafagjörning borgarinnar til olíufélaganna liggur í skýrslu Ríkisendurskođunar. Á fyrstu árum sínum í embćtti borgarstjóra bjargađi Dagur RÚV frá gjaldţroti - međ lóđabraski. Dagur fórnađi hagsmunum borgarbúa til ađ kaupa velvild RÚV.

RÚV er ohf, ţ.e. opinbert hlutafélag, og ţarf sem slíkt ađ eiga fyrir skuldum. Annars fer félagiđ í gjaldţrot. Um miđjan síđasta áratug átt RÚV ekki fyrir skuldum, var ógjaldfćrt eins og ţađ heitir á bókhaldsmáli.

Dagur varđ borgarstjóri 2014. Undir hans forystu var fjárhag RÚV bjargađ. RÚV fékk frá borginni um 2,5 milljarđa króna (núvirt). 

Um ţađ leyti sem gjafagjörningur Dags til olíufélaganna var á dagskrá, áriđ 2019, var Stefán Eiríksson núverandi útvarpsstjóri hćgri hönd Dags og stađgengill. Ári síđar var Stefán orđinn útvarpsstjóri - međ blessun Dags. Stefán hóf störf hjá borginni sama ár og Dagur varđ borgarstjóri. Tveim árum síđar fékk Stefán stöđuhćkkun, varđ borgarritari.

Sama ár og gjafagjörningur Dags og Stefáns til olíufélaganna var á dagskrá birti Ríkisendurskođun skýrslu um RÚV. Ţar er fjallađ um gjafagjörning Dags til RÚV árin 2015-2016.

Dagur gerđi samning viđ RÚV um ađ taka hluta af lóđ útvarpshússins á Efstaleiti undir íbúđabyggđ. Lóđabraskiđ fćrđi RÚV um 2,5 milljarđa króna í hreinar tekjur, framreiknađ. Ríkisendurskođun segir á bls. 34: ,,vekur athygli hversu lítill hluti afraksturs ţessa samnings kom í hlut borgarinnar."

RÚV var á ţessum tíma í verulegum fjárhagskröggum. RÚV var ,,bjargađ frá greiđslu- og gjaldţroti árin 2009 og 2014," segir í skýrslu Ríkisendurskođunar.

Skýrsla Ríkisendurskođunar lýsir furđu yfir gjafmildi borgarinnar gagnvart ríkisfjölmiđlinum. Á bls. 33 segir:

Ennfremur er ekki sýnilegt ađ Reykjavíkurborg meti ţađ hjá sér til útgjalda ađ framselja til Ríkisútvarpsins ohf. ţau verđmćti sem felast í sölu á byggingarétti á lóđ sem borgin hefđi getađ gengiđ eftir ađ yrđi skilađ.

Áriđ 2015 gaf Dagur borgarstjóri RÚV um 2,5 milljarđa króna í lóđaverđmćtum og lék sama leikinn fjórum árum síđar gagnvart olíufélögunum. Međ orđum Ríkisendurskođunar ţá framseldi borgin ,,umtalsverđ verđmćti til ógjaldfćrs opinbers hlutafélags til ađ hćgt yrđi ađ lćkka skuldir ţess."

Dagur bjargađi RÚV frá gjaldţroti 2015 og taldi sig búinn ađ kaupa sig frá gagnrýnni umfjöllun Maríu Sigrúnar um gjafagjörninginn gagnvart olíufélögunum.

Svona virkar spilling vinstrimanna, hún fer í gegnum stjórnsýsluna og ríkisfjölmiđilinn. Formúlan er eftirfarandi: ef engar fréttir eru af spillingu ţá er engin spilling.

María Sigrún fréttamađur braut mafíusamkomulag RÚV og ráđhússins, sagđi fréttina af gjafagjörningi Dags til olíufélaganna. Ţá reiddust vinstrigođin í ráđhúsinu og á Efstaleiti og vönduđu fréttamanninum ekki kveđjurnar.

Lilja Dögg Alfređsdóttir menningarráđherra sagđi á alţingi í fyrradag ađ hún, sem yfirmađur RÚV, skipti sér ekki af ,,ritstjórn RÚV." En ćtlar hún ađ láta órannsakađa spillinguna?

 

 


Tvímćli Lilju í nauđvörn RÚV

,,Traust Rík­is­út­varps­ins er býsna hátt og hef­ur veriđ ţađ í gegn­um tíđina. Ég er ánćgđ međ ţađ og vona ađ ţingiđ sé ţađ líka,“ sagđi Lilja Dögg menningarráđherra á alţingi í tilefni af fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur ţingmanns um ţá ráđstöfun yfirmanns Kveiks á RÚV ađ víkja Maríu Sigrún fréttamanni úr Kveiksteyminu.

María Sigrún gerđi frétt um gjafir vinstrimeirihlutans í Reykjavík til olíufélaganna, lóđir andvirđi 7-13 milljarđa króna voru gefnar. Útsvarsgreiđendur bera skađann. Frétt Maríu Sigrúnar var tekin af dagskrá Kveiks. Yfirmađur sagđi innslag fréttakonunnar ófaglegt. Eftir mótmćli var fréttin sýnd í Kastljósi. Ekkert ófaglegt sást í fréttinni. Ţvert á móti, faglegar upplýsingar og gagnrýnar spurningar einkenndu fréttainnslagiđ.

Yfirstjórn RÚV reynir ađ ţegja af sér máliđ, eins og Brynjar Níelsson bendir á. Engin trúverđug skýring er í bođi. Ţá er betra ađ ţegja og bíđa eftir ađ máliđ falli í gleymsku.

Lilja ráđherra er pólitískur yfirmađur RÚV. Eđlilega segist hún ekki ćtla ađ skipta sér af innanhússmálum á Efstaleiti. Hún lýsir ekki yfir trausti á stofnunina, en notar ţátíđ til ađ lýsa yfir ađ ţađ hafi veriđ ,,býsna hátt" í gegnum tíđina.

Maríumál Sigrúnar auka ekki traustiđ á RÚV. Ađfarirnar í kringum Eurovision-keppnina juku ekki tiltrú. Skipulögđ ađför ađ íslenskri tungu eykur ekki virđingu RÚV. Sími norđlensks skipstjóra var afritađur á Efstaleiti og gögn flutt ţađan á Stundina og Kjarnans, sem heita nú Heimildin. Ţrír urđu ađ hćtta á RÚV vegna lögreglurannsóknar; fréttamađur, fréttastjóri og ritstjóri Kveiks. Ekki styrkir ţađ trúnađarsamband almennings og Efstaleitis.

Allt ţetta veit Lilja. Ţess vegna vísađi hún í mćlingar á trausti í stađ ţess ađ lýsa yfir trausti. Í viđtengdri frétt er haft eftir ráđherra:

Viđ höf­um veriđ ađ styđja viđ einka­rekna fjöl­miđla og nú erum viđ ađ leggja loka­hönd á fjöl­miđlastefnu. Ţađ er gríđarlega mik­il­vćgt ađ hún kom­ist til fram­kvćmda til ađ tryggja ţađ ađ hér séu sterk­ir fjöl­miđlar.

Einkareknir fjölmiđlar eru andstađa RÚV. Ef ţeir glata trausti fara ţeir í ţrot. Nauđungaráskrift heldur RÚV á lífi. Forsendan er ađ RÚV njóti trausts, eru skilabođ ráđherra. Hverfi tiltrúin fara peningarnir annađ. Neyđarfundur starfsmannafélags RÚV hefur veriđ haldinn af minna tilefni.  

 

  


mbl.is „Ekki viđ hćfi ađ blanda sér í umrćđu um ritstjórn RÚV“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

RÚV: Gísli Marteinn hampar Falak, ţegir Maríu Sigrúnu

Fyrir ári var Edda Falak á Heimildinni afhjúpuđ sem svikahrappur. Hún bćđi laug um fortíđ sína og viđfangsefni sin sem blađamađur. Edda Falak er ofbeldisblađamađur, skrifađi lögmađurinn Eva Hauksdóttir í frćgri grein í Vísi.

Gísli Marteinn á RÚV hélt nú ekki. Hann mćrđi Eddu Falak og Heimildina (áđur Stundin og Kjarninn), trúr hollustu sinni viđ RSK-bandalagiđ. Í Twitter/X-fćrslu skrifađi Gísli Marteinn:

Edda Falak er undanfarin ár búin ađ vera hugrakkasti aktívistinn gegn kynbundnu ofbeldi og ein öflugasta rannsóknarblađakona landsins. Hún og ađrar konur sem ógna feđraveldinu fá margfalt meira hatur en viđ karlarnir. Heimildin og Edda búin ađ svara árásum og áfram gakk.

Ekkert varđ af áfram gakkinu. Ţrátt fyrir stuđning óopinbers talsmanns RÚV gat Heimildin ekki annađ en látiđ Falak sigla sinn sjó. Allt gerđist ţetta fyrir einu ári. Ekki hefur Gísli Marteinn enn beđist afsökunar ađ hampa ofbeldisblađamanni.

Gísli Marteinn er áhrifavaldur á samfélagsmiđlum í krafti RÚV. Ríkisfjölmiđillinn er vettvangurinn sem gefur sjónvarpsmanninum fćri á tvöföldu vćgi í umrćđunni. RÚV sendir Gísla Martein inn á heimili landsmanna á föstudagskvöldum međ nauđungaráskrift. Sjónvarpsmađurinn nýtir sér ríkisstuđninginn til ađ gera sig gildandi á öđrum og óskyldum vettvangi, samfélagsmiđlum. En hann er valkvćđur í stuđningi sínum viđ menn og málefni.

Í Twitter/X-fćrslu Gísla Marteins er honum sérstaklega umhugađ um framgang rannsóknablađakvenna. En ekki allar fréttakonur njóta stuđnings sjónvarpsmannsins. María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamađur á RÚV hefur síđustu vikur strítt viđ karlaveldiđ á RÚV vegna fréttar, rannsóknablađamennsku, um spilltan gjafagjörning Reykjavíkurborgar til olíufélaganna. María Sigrún fékk bágt fyrir, svo vćgt sé til orđa tekiđ.

Ekki hefur Gísli Marteinn enn stigiđ á stokk til ađ verja Maríu Sigrúnu árásum feđraveldis RÚV. Ţögn Gísla Marteins rímar viđ ţögn Heimildarinnar, en ţar á bć segjast menn sérfrćđingar í spillingu. Ekki orđ um lóđaspillinu Dags og vinstrimanna er ađ lesa í Heimildinni.

Tilfallandi fjallađi nýlega um Maríumál Sigrúnar og sagđi um valdastöđu vinstrimanna í opinberri umrćđu:

Tilraunir til ađ ţagga niđur í Maríu Sigrúnu sýna ţéttriđiđ valdanet vinstrimanna í stjórnsýslu og fjölmiđlum. Valdanetiđ er virkjađ til ađ kaffćra ţá sem voga sér ađ fletta ofan af spillingu og misbeitingu fárra á kostnađ almannahagsmuna.

Gísli Marteinn ver međ kjafti og klóm ofbeldisblađamann sem starfar í ţágu vinstrimennsku, valdabandalagsins, en lćtur sér í léttu rúmi liggja árásir á heiđarlegan blađamann er flettir ofan af spillingu vinstrimeirihlutans í Reykjavík, sem Gísli Marteinn styđur. Hann notar ríkisstuđninginn, sem hann fćr frá RÚV, til ađ gera sig breiđan á samfélagsmiđlum, talar upp ofbeldisblađamann en ţegir um heiđarlega blađamennsku. Gísli Marteinn er tákngervingur spilltrar umrćđumenningar međ RÚV sem bakhjarl.

 


Fjölmiđlar, Frosti og Falak

Frosti Logason fjölmiđlamađur varđ fyrir skipulögđum ofsóknum fjölmiđla. Hann var sakađur um ofbeldi í nánu sambandi. Tíu ára gamalt ástarsamband, sem lauk međ hávađa og látum, eins og stundum gerist hjá fólki, var notađ gegn Frosta.

Miđlćg í herferđinni gegn Frosta var fjölmiđlakonan Edda Falak. Hún vann međ fyrrum kćrustu Frosta ađ draga upp ţá mynd ađ hann vćri óalandi og óferjandi í siđuđu samfélagi. 

Frosti, sem var flestum hnútum kunnugur í fjölmiđlum, kom ađ lokuđum dyrum ţegar hann vildi segja sína hliđ málsins. Stundin, nú Heimildin, beinlínis neitađi honum ađ taka til máls á ţeim vettvangi ţar sem ćran var skipulega og miskunnarlaust tćtt af fjölmiđlamanninum.

Núna, tveim árum eftir fáriđ, fćr Frosti tćkifćri ađ segja sína sögu. Í millitíđinni afhjúpađi hann Eddu Falak fyrir ađ vera eitthvađ allt annađ en fróman sannleiksleitanda í opinberri umrćđu. Persónuleg reynsla Frosta er áhugaverđ. Sýnu merkilegri er ţó innsýn sem Frosti veitir í andrúmsloft fjölmiđlunar sem illu heilli hefur fengiđ ađ ţrífast alltof lengi.

Frásögn og viđtal viđ Frosta er á Vísi.


Sigríđur Dögg ver Moggamann, vantar nýja vini

Sigríđur Dögg Auđunsdóttir formađur Blađamannafélags Íslands tekur upp hanskann fyrir blađamann Morgunblađsins, Stefán Einar Stefánsson, eftir ađ ađ honum var sótt fyrir vasklega framgöngu viđ ađ ţýfga forsetaframbjóđendur um erindi ţeirra á Bessastađi. Sigríđur Dögg hlaut formannskosningu međ fulltingi RÚV-ara og Heimildarmanna, eđa sakborningabandalagsins.

Ónýtt blađamannafélag tekur aldrei til varna fyrir blađamenn Morgunblađsins, segir Viljinn og má til sanns vegar fćra. Hingađ til hefur bakland Sigríđar Daggar og hún sjálf fundiđ Morgunblađinu allt til foráttu. En nú ber nýrra viđ. Hvers vegna? Jú, ástćđan er hamingjuskipti á fjölmiđlamarkađi sem lítt eru kunn almenningi. Innherji eins og formađur BÍ les skriftina á veggnum og leitar nýrra vina.

RÚV er komiđ í dauđaspíral og verđur ekki ţađan bjargađ. Framundan á Efstaleiti er löng dauđahrygla. Maríumál Sigrúnar síđustu tíu daga sýna svo ekki verđur um villst ađ RÚV er höfuđlaus her. Einn millistjórnandi RÚV tók af dagskrá frétt Maríu Sigrúnar um lóđaspillingu Reykjavíkurborgar í ţágu olíufélaganna en sá nćsti setti hana inn. Skipstjórinn á skútunni, Stefán útvarpsstjóri, er hvergi sjáanlegur en kippir í strengi á bakviđ tjöldin. Stefán er viđriđinn ráđhússpillinguna, var borgarritari og stađgengill Dags borgarstjóra olíuörláta. Í ofanálag er Stefán búinn ađ gefast upp á ađ stjórna Efstaleiti, ćtlar ekki ađ sćkja um er skipunartími hans rennur út ađ ári.

Krafa á alţingi um ađ RÚV rannsaki ţöggunartilburđi á frétt sem sannanlega átti erindi til almennings verđur ekki auđveldlega sniđgengin. Viđbúiđ er ađ á stjórnarfundi RÚV verđi útvarpsstjóri krafinn skýringa. Trúverđugar skýringar liggja ekki á lausu. Stefáni verđur ekki kápan úr klćđinu ađ humma máliđ fram af sér. Ţađ er orđiđ of stórt. Ítarleg opinber skýring á atburđarásinni ţarf ađ koma fram.    

Millistjórnendur vita ađ nýr samningur menntamálaráđuneytis og RÚV leiđir til tekjuskerđingar sem aftur kallar á uppsagnir nćsta haust og vetur. Ţeir sem koma illa undan Maríumáli Sigrúnar vita hverjum klukkan glymur, undirmenn ţeirra einnig. Ţađ veit á hjađningavíg innanhúss er niđurskurđarhnífurinn fer á loft.

Ţegar lögreglurannsókn lýkur á byrlunar- og símastuldsmálinu verđur ađild RÚV skjalfest í dómsgögnum. Sími Páls skipstjóra Steingrímssonar var afritađur á Efstaleiti. Ţóra Arnórsdóttir fyrrum ritstjóri Kveiks keypti Samsung-síma, sams konar og skipstjórans, sem var til reiđu fyrir byrlun og stuld. Ţá voru starfsmenn Kveiks, Ţóra og Helgi Seljan, í reglulegum samskiptum viđ ţáverandi eiginkonu skipstjórans, sem sá um byrlun og stuld.

Namibíumál RÚV liggur heiladautt hjá hérađssaksóknara. Ţađ mál er höfundarverk Ţóru, Helga og Ađalsteins Kjartanssonar frá 2019. Drykkjuraus ógćfumanns varđ átylla fyrir herför ađ saklausu fólki. Ţegar hérađssaksóknari gefur út dánartilkynningu Namibíumálsins verđur spurt um ábyrgđ RÚV.

Í stuttu máli: engar góđar fréttir viđ sjóndeildarhring RÚV, ađeins stormar og illviđri svo langt sem augađ eygir. Liđsstyrkur RÚV verđur ć minna virđi, og ţađ veit Sigríđur Dögg.

Heimildin, áđur Stundin og Kjarninn, er hin meginstođ Sigríđar Daggar. Ţar starfa fjórir, mögulega fimm, sakborningar í byrlunar- og símastuldsmálinu. Heimildinni er haldiđ uppi af auđmönnum sem kaupa magnáskrift til ađ fá friđ fyrir hćlbítum eins og Helga Seljan, Ţórđi Snć og Ađalsteini Kjartanssyni. Vígtennur félaganna eru aftur orđnar bitlausar. Heimildin kemur út vikulega í jarđafarabúningi. Ađrir fjölmiđlar snerta ekki á fréttum grunađra um glćp enda trúverđugleiki sakborningablađamanna í ruslflokki.

(Innan sviga um Heimildina. Hvernig dettur blađamönnum í hug ađ ţeir komist upp međ ađ ţegja í hel sakamál ţar sem ţeir sjálfir eru grunađir? Ritstjórn Heimildarinnar veit nákvćmlega hvađ gerđist í maí 2021 ţegar skipstjóranum var byrlađ, hvernig afritun á síma hans var háttađ og hvernig gögnin rötuđu frá Efstaleiti til Stundarinnar og Kjarnans. Hvers vegna upplýsa ţeir ekki máliđ? Ţađ er hlutverk blađamanna ađ halda almenningi upplýstum, eina réttlćtingin á tilveru ţeirra. En ţeir ţegja og stefna bloggara, ekki einu sinni heldur tvisvar fyrir dómstóla, í ţeim tilgangi ađ ţagga niđur í honum. Tilfallandi segir fréttir sem blađamenn krefjast ađ liggi í ţagnargildi vegna einkahagsmuna ţeirra sjálfra. Blađamađur sem ţegir frétt, ađ ekki sé sagt stórfrétt, er eins og lćknir sem neitar ađ liđsinna stórslösuđum. Háttsemin brýtur fagleg grunngildi. Fagmennskan er fyrir neđan allar hellur, ađ ekki sé talađ um siđferđiđ og fyrirlitninguna á rétti almennings til upplýsinga um mikilsverđ mál. Fyrir lifandi löngu áttu blađamennirnir ađ játa og upplýsa ađkomu sína ađ málinu. En ţeir kusu flótta frá réttvísinni ađ hćtti sakamanna.)

Sigríđur Dögg ţarf sem sagt nýja vini til ađ haldast í embćtti formanns Blađamannafélags Íslands. En enginn blađamađur međ sjálfsvirđingu leggur lag sitt viđ formanninn. Sigríđur Dögg varđ uppvís ađ skattsvikum á síđasta ári. Hún neitar ađ gera grein fyrir umfangi skattsvikanna, segir ţađ sitt einkamál. Ţar er hún komin í flokk međ sakborningunum á Heimildinni. Vegna skattsvikanna varđ Sigríđur Dögg ađ hćtta á fréttastofu RÚV. En hún situr keik sem formađur blađamanna - raunar einkum ţeirra sem komast í kast viđ lögin og halda hvorki faglegu né siđferđilegu máli. 


mbl.is Ömurlegt ađ ráđist sé gegn fjölskyldum blađamanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Klofningur á RÚV: Kastljós gegn Kveik

Maríu Sigrúnu fréttamanni var úthýst af Kveik. Hún lét sér ekki vel líka ađ Ingólfur Bjarni Sigfússon ritstjóri Kveiks tók af dagskrá frétt um spillingu í ráđhúsi Reykjavíkur. Ingólfur Bjarni beit höfuđiđ af skömminni, sagđi Maríu Sigrúnu snotran fréttalesara sem kynni ekki ,,rannsóknablađamennsku", sem Kveikur státar sig af.

Frétt Maríu Sigrúnar, um lóđagjafir Dags borgarstjóra til olíufélaganna, var um síđir sýnd undir merkjum Kastljóss og ţótti afhjúpandi um óbođlega stjórnsýslu Reykjavíkurborgar ţar sem hagsmunir almennings voru fyrir borđ bornir. Kastljósi ritstýrir Bald­vin Ţór Bergs­son sem greip til varna er Dagur og vinstrimenn tóku undir međ Ingólfi Bjarna, ađ María Sigrún héldi ekki máli faglega.

Ţriđji karlamillistjórnandinn á Efstaleiti, Heiđar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins, blandađi sér í máliđ á fyrstu stigum og dró taum Ingólfs Bjarna.

Klofningur er á milli Kastljóss, sem Baldvin Ţór ritstýrir, annars vegar og hins vegar Kveiks undir stjórn Ingólfs Bjarna. Heiđar Örn styđur Ingólf Bjarna, enda eiga félagarnir sameiginlegt ađ láta kvenkyns undirmenn trufla dómgreindina. Ţeim gest ekki ađ konum međ bein í nefinu.

Sá sem ber ábyrgđ á RÚV í heild sinni er Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Hann segir ekki múkk. Stefán er málsađili ađ stjórnsýslu Reykjavíkurborgar ţegar gjafagjörningur Dags borgarstjóra var keyrđur áfram, áriđ 2019. Stefán var borgarritari og stađgengill Dags í vinnubrögđum sem María Sigrún afhjúpađi. Miđađ viđ háttsemi Stefáns sem borgarritara gćti hann hafa att Ingólfi Bjarna á forađiđ.

Kveikur er samnefnari spillingar innan RÚV. Ritstjórinn á undan Ingólfi Bjarna var Ţóra Arnórsdóttir. Ţóra hvarf sviplega úr starfi viku eftir ađ upplýst var ađ hún keypti Samsung-símann sem notađur var til ađ afrita síma Páls skipstjóra Steingrímssonar í byrlunar- og símastuldsmálinu. Ţóra keypti símann í apríl 2021, en skipstjóranum var byrlađ 3. maí 2021. Ţóra og RÚV vissu međ fyrirvara ađ von vćri á síma skipstjórans. Ađalsteinn Kjartansson var undirmađur Ţóru á Kveik. Hann var fluttur í skyndi yfir á Stundina 30. apríl 2021, ţrem dögum fyrir byrlun skipstjórans. Á Stundinni, nú Heimildinni, tók Ađalsteinn viđ stolnum gögnum frá RÚV, gögn sem fengin voru međ byrlun. Bćđi Ţóra og Ađalsteinn eru sakborningar í yfirstandandi lögreglurannsókn.

Helgi Seljan var látinn fara af Kveik áramótin 2021-2022 vegna tengsla viđ ţáverandi eiginkonu skipstjórans, sem byrlađi og stal fyrir blađamenn. Um miđjan október 2021 mćtti Helgi í beina útsendingu hjá vini sínum á RÚV, Gísla Marteini, og lýsti sig gúgú-og gaga. Spilltu skinni rannsóknablađmannsins varđ ţó ekki bjargađ. Frumlegt samt hjá rannsóknablađamanninum ađ lýsa sig án vits og dómgreindar, tíu dögum eftir ađ fyrsta yfirheyrsla fór fram í byrlunar- og símastuldsmálinu. Helgi er kominn međ vottorđ. Enda hefur hann ekki veriđ kallađur í yfirheyrslu, svo vitađ sé.

Byrlunar- og símastuldsmáliđ er framhald af öđru ljótu máli ritstjórnar Kveiks, Namibíumálinu. Fyllibytta og ógćfumađur var gerđur ađ trúverđugri heimild um mútugjafir Samherja í Afríkuríkinu. Fimm ár eru liđin og ţrátt fyrir ítarlegar rannsóknir lögregluyfirvalda í tveim ríkjum finnast engin ummerki um mútugjafir. Ţóra, Ađalsteinn og Helgi voru miđlćg í Namibíumálinu. Ţau ţrjú hafa kostađ skattgreiđendur milljarđa króna og valdiđ heilsubresti heiđarlegs fólks sem mátti sitja undir lygaáburđi ritstjórnar Kveiks. 

Stefán útvarpsstjóri skráđi sjálfan sig úr leik er hann tilkynnti í nóvember á síđasta ári ađ hann myndi hćtta er skipunartíminn rennur út á nćsta ári. Vaxandi óţol er í stjórn RÚV međ frammistöđu útvarpsstjóra, bćđi í Namibíumálinu og byrlunar- og símastuldsmálinu. Eftir eitrađa pillu á stjórnarfundi RÚV tilkynnti Stefán ađ hann yfirgćfi sökkvandi skip.

Klofningur á milli deilda, Kastljóss og Kveiks, myndi ekki opinberast ef Stefán vćri myndugur stjórnandi. Í reynd er RÚV fagleg ruslahrúga sem lifir á fornri frćgđ og nauđungaráskrift. Stefán fékk tćkifćri, ţegar hann kom til starfa 1. mars 2020, ađ láta hendur standa fram úr ermum og grisja mesta illgresiđ á Glćpaleiti. En hann lét sér vel líka spillinguna, ţekkti hana úr ráđhúsinu. Sömu týpur eru á báđum vinnustöđum, tjaldhćladrottningin frá Litla-Dal er í kvosinni og gaga-garmurinn uppi á leiti. Undirmenn Stefáns á nýja vinnustađnum áttu ađild ađ alvarlegum lögbrotum, byrlun og gagnastuldi, ári eftir ađ Stefán tók viđ mannaforráđum. Ekki hvarflađi ađ útvarpsstjóra og fyrrum lögreglustjóra ađ upplýsa refsimáliđ. Međvirkni er fyrsta bođorđ manns án siđferđilegrar kjölfestu.

Maríumál Sigrúnar varpar ljósi á meinsemd sem lengi hefur grafiđ um sig á Efstaleiti. RÚV er ekki fjölmiđill í ţágu almennings heldur ađgerđamiđstöđ vinstrimanna sem engu eira til ađ koma pólitískri sannfćringu sinni á framfćri. Í tilfelli Maríu Sigrúnar snerist máliđ um ađ ţagga niđur óţćgilega frétt. Heilindi og fagmennska eru framandi hugtök aktívistanna sem kalla sig blađamenn.

Glćpaleiti brennur hćgt en örugglega. 


mbl.is Ríkisútvarpiđ skuldar skýringar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

María Sigrún: Dagur gaf olíufélögum 7-13 milljarđa

Dagur B. Eggertsson formađur borgarráđs og fyrrum borgarstjóri gaf olíufélögunum lóđir upp á 7-13 milljarđa króna, segir fréttamađurinn María Sigrún Hilmarsdóttir og vísar í gögn máli sínu til stuđnings. Gjöf sér til gjalda. Enn er ekki komiđ fram hvernig olíufélögin umbunuđu Degi og félögum.

María Sigrún vann frétt um gjafagjörning Dags og stóđ til ađ fréttin yrđi sýnd á Kveik. Á síđustu stundu var ákveđiđ ađ birta ekki fréttina, en hún var tilbúin um miđjan apríl. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri var borgarritari og stađgengill Dags borgarstjóra ţegar gjafagjörningurinn var undirbúinn og skipulagđur. Síđar fékk Stefán stöđu útvarpsstjóra međ stuđningi Dags.

Tilfallandi fjallađi um brćđralag Dags og Stefáns og sagđi:

Dagur gaf Stefáni bestu međmćli fyrir fjórum árum enda kćrleikar miklir millum ţeirra félaga. ,,Til hamingju Rúv og gangi ţér allt ađ sólu, kćri Stebbi!," skrifađi Dagur. Nú endurgeldur kćri Stebbi fyrrum yfirmanni sínum greiđann međ ţegjandi stuđningi viđ millistjórnendur RÚV sem úthúđa Maríu Sigrúnu er vogađi sér ađ afhjúpa spillingu í ráđhúsinu.

Eftir harđa opinbera umrćđu gaf yfirstjórn RÚV sig og setti frétt Maríu Sigrúnar á dagskrá í Kastljósi síđast liđinn mánudag. Kveiksmenn á RÚV ţegja ţunnu hljóđi. Frétt Maríu Sigrúnar féll ekki ađ fordómum ţeirra um hvar spillingu sé ađ finna í íslensku samfélagi.

Frétt Maríu Sigrúnar afhjúpar spillingu og fákunnáttu vinstrimeirihlutans í Reykjavík. Borgin stendur illa fjárhagslega og má illa viđ glötuđum tekjum. Ţađ munar um 7-13 milljarđa. Í fyrradag samţykkti borgarráđ ađ hefja rannsókn á gjafagjörningi Dags borgarstjóra, sem núna gćtir hagsmuna sinna sem formađur borgarráđs. Í embćttinu hyggst Dagur stjórna rannsókn á eigin gjörđum. Gjafagjörningar til olíufélaga og spillt stjórnsýsla haldast í hendur.

María Sigrún fékk ađ heyra ţađ frá millistjórnendum RÚV, líklega ađ undirlagi Stefáns útvarpsstjóra, um ađ hún kynni ekki fréttamennsku en vćri skjáfríđ. Dagur gjafmildi heggur í sama knérunn og segir fréttamanninn Staksteinahöfund í dulgervi. Aldrei ţessu vant ţegja femínistar ţunnu hljóđi er stallsystir sćtir karlrembu af verstu sort.

Vinstrimenn og RÚV slá skjaldborg um spillta meirihlutann í ráđhúsinu. Ţórđur Snćr ritstjóri Heimildarinnar, einn sakborninga í byrlunar- og símastuldsmálinu, er launađur álitsgjafi RÚV. Á ţriđjudag, líkt og alla ađra ţriđjudaga, var Ţórđur Snćr mćttur á Rás eitt ađ rćđa efnahagsmál. Til umrćđu var fjármál sveitarfélaga. Ţórđur Snćr minnist ekki einu orđi á gjafagjörning Dags. Ţórđur Snćr er ,,vel ađ merkja er einmitt í miklu persónulegu vinfengi viđ ritstjórn Kveiks, í nútíđ og fortíđ," skrifar Sigurđur Már Jónsson í umfjöllun sinni um skipulagđar tilraunir til ađ kćfa frétt Maríu Sigrúnar um spillta stjórnsýslu í ráđhúsinu og međvirkni vinstrimanna.

Tilraunir til ađ ţagga niđur í Maríu Sigrúnu sýna ţéttriđiđ valdanet vinstrimanna í stjórnsýslu og fjölmiđlum. Valdanetiđ er virkjađ til ađ kaffćra ţá sem voga sér ađ fletta ofan af spillingu og misbeitingu fárra á kostnađ almannahagsmuna.

 


mbl.is María Sigrún svarar Degi fullum hálsi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dagur stigi til hliđar sem formađur borgarráđs

Borgarráđ samţykkir tillögu sjálfstćđismanna ađ innri endurskođun borgarinnar rannsaki gjafagjörninginn er olíufélögin fengu afhentar ókeypis lóđir andvirđi tugi milljarđa króna. Gjafagjörningurinn fór fram í borgarstjóratíđ Dags B. Eggertssonar međ tilheyrandi leynimakki.

Innri endurskođun er hluti af stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Ţótt Dagur sé hćttur sem borgarstjóri situr hann enn í borgarstjórn og er formađur borgarráđs. Um borgarráđ segir á heimasíđu Reykjavíkurborgar:

Borgarráđ fer, ásamt borgarstjóra, međ framkvćmda- og fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. 

Ţađ gefur auga leiđ ađ til ađ lágmarstrúverđugleiki sé á rannsókn innri endurskođunar borgarinnar getur Dagur ekki setiđ áfram sem formađur borgarráđs. Dagur er yfirmađur ţeirra sem rannsaka gjafagjörninginn.

Dagur hlýtur ađ stíga til hliđar sem formađur borgarráđs á međan rannsókn stendur yfir á embćttisverkum hans sem borgarstjóra.

 


mbl.is Innri endurskođun gerir úttekt á máli olíufélaganna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dagur og loftslagiđ í ráđhúsinu og á Glćpaleiti

Bannfćrđ frétt Maríu Sigrúnar um gjafagjörning Reykjavíkurborgar, sem fćrđi olíufélögum lóđir undir íbúđarbyggđ fyrir tugi milljarđa, var vonum seinna á dagskrá RÚV í gćrkveldi.

Hápunktur fréttarinnar var ţegar Dagur fyrrum borgarstjóri sagđi ţađ ,,loftslagstefnu borgarinnar" ađ gefa olíufélögum lóđirnar. Um er ađ rćđa lóđir 12 bensínstöđva sem fara undir íbúđabyggđ. Olíufélögin hafa stofnađ fasteignafélög til ađ halda utan um gjafirnar frá Degi og valdavinstrinu í Reykjavík.

Frétt Maríu Sigrúnar afhjúpađi leyndarhyggjuna ađ baki samningum viđ olíufélögin, sem stađfestir ađ vinstriflokkarnir voru í vondri trú, eins og ţađ heitir á lagamáli, ţegar olíufélögin fengu lóđirnar gefins. Vinstrimeirihlutinn vissi ađ gjörningurinn var siđlaus ef ekki einnig löglaus. 

Frétt Maríu Sigrúnar var tekin af dagskrá RÚV fyrir hálfum mánuđi, ađ kröfu yfirmanna hennar sem viku henni úr fréttateymi Kveiks. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri var borgarritari, stađgengill borgarstjóra, ţegar drögin ađ gjafagjörningnum tóku á sig mynd, áriđ 2019. Stefán var innsti koppur í spillingarbúrinu viđ Tjörnina og tók međ sér andrúmsloftiđ ţar upp á Glćpaleiti. Spillt stjórnsýsla ţarf sinn varđhund.

Eftir ţrýsting og hávćra umrćđu ákvađ RÚV ađ sýna frétt Maríu Sigrúnar. Siđlaust samspil vinstrimeirihlutans í Reykjavík og vinstrimanna á Efstaleiti ađ halda upplýsingum frá almenningi var brotiđ á bak aftur í ţetta sinn. 

Má búast viđ framhaldsfrétt á RÚV um hvađ meirihlutaflokkarnir í ráđhúsinu fengu fyrir sinn snúđ? Spillingin er alltaf međ tvćr hliđar, einn veitir og annar ţiggur. Sá sem hagnast á siđlausum og ólögmćtum gjörningi stjórnmálamanna skilar tilbaka umbun í einu eđa öđru formi. 

Spillingin sem tröllríđur húsum í ráđhúsinu viđ Tjörnina og á Glćpaleiti heldur áfram ađ vinda upp á sig. Almenningur er féflettur, afbrot eru framin en gerendur allir stikkfrí. Enginn er ábyrgur. Jú, reyndar, ţetta er allt loftslaginu ađ kenna.

 


mbl.is „Verulega brugđiđ ađ sjá ţennan ţátt“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stađa Maríu Sigrúnar, spjótin standa á Stefáni

Hálsmánađar gömul frétt Maríu Sigrúnar um milljarđagjöf Reykjavíkurborgar til olíufélaganna verđur sýnd á RÚV í kvöld. Vegna fréttarinnar var Maríu Sigrúnu vikiđ úr fréttateymi Kveiks međ svívirđingum. Hún var sögđ skjáfríđ en ekki kunna ,,rannsóknafréttamennsku." Í reynd var frétt sem átti erindi viđ almenning tekin af dagskrá vegna pólitískra sjónarmiđla.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri var áđur borgarritari og stađgengill borgarstjóra. Hann lét sér vel líka ađ frétt Maríu Sigrúnar var tekin af dagskrá og ekki greip hann til varnar ţegar fréttakonan var lítilsvirt af karlkyns yfirmönnum. Samtök erlendra blađamanna hafa gagnrýnt RÚV fyrir međferđina á fréttakonunni.

Einhverjar fréttir hljóta ađ berast úr Efstaleiti í dag um stöđu Maríu Sigrúnar. Er hún í fréttateymi Kveiks eđa ekki? Biđst RÚV afsökunar ađ hafa afturkallađ frétt af pólitískum ástćđum? Verđur María Sigrún beđin afsökunar?

Ţađ stendur upp á Stefán útvarpsstjóra ađ útskýra afturköllun fréttarinnar um spillingu í Reykjavíkurborg. Uppgefin ástćđa var ađ frétt Maríu Sigrúnar héldi ekki máli faglega. Nú ţegar fréttin er komin á dagskrá er ljóst ađ ţar var um ađ rćđa tylliástćđu. Stefán, vegna fyrri starfa sinna hjá borginni, liggur undir grun um ađ vera međsekur um ađ fréttin var tekin af dagskrá. Ţá ţarf Stefán ađ útskýra hvađa ráđstafanir verđa gerđar vegna lítilsvirđandi ummćla sem karlkyns yfirmađur lét falla um Maríu Sigrúnu.

Stefán getur ekki látiđ eins og ekkert hafi í skorist. Hann er yfirmađur ríkisfjölmiđils og ţarf ađ gera almenningi grein fyrir stórundarlegum atburđum síđustu daga á Efstaleiti.

Ef Stefán reynir ađ ţegja máliđ af sér hlýtur ráđuneytiđ ađ krefja Efstaleiti svara. Stjórn RÚV, sem á ađ hafa eftirlit međ útvarpsstjóra, hlýtur einnig ađ taka máliđ á dagskrá.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband